Sönghátíð í Hafnarborg 18.6. - 2.7.2023

Kæru gestir.

 

Verið velkomin á Sönghátíð í Hafnarborg!

 

Hátíðin í ár býður upp á átta tónleika með framúrskarandi söngvurum, kór og hljóðfæraleikurum sem flytja fjölbreytta tónlist frá ólíkum tímum. Ýmis námskeið verða einnig í boði. Sönghátíð í Hafnarborg fékk Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarhátíð ársins 2020 og hefur nú fest sig í sessi sem vinsæl sumartónlistarhátíð.

 

Á Sönghátíð í Hafnarborg er lögð rækt við list augnabliksins. Jafnframt er horft til framtíðar með því að birta á YouTube síðu hátíðarinnar valdar myndbandsupptökur af tónleikum og viðtöl við söngvara.

 

Sönghátíð í Hafnarborg er sjálfstæð hátíð, sem haldin er nú sjöunda árið í röð í gjöfulu samstarfi við Hafnarborg. Hátíðin í ár nýtur stuðnings Hafnarfjarðarbæjar, Tónlistarsjóðs, Starfslauna listamanna, Styrktarsjóðs Friðriks og Guðlaugar og Menningarsjóðs FÍH. Við þökkum þeim kærlega stuðninginn.

 

 

Góða skemmtun!

 

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui,

stofnendur og stjórnendur Sönghátíðar í Hafnarborg.

 

 

 

Stjórn Sönghátíðar í Hafnarborg:

Signý Pálsdóttir, formaður stjórnar

Árni Möller, gjaldkeri

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui, meðstjórnendur

 

Efnisskrár fyrri hátíða:

Efnisskrár fyrri hátíða:
 

2021

2020

2019

2018

2017