Sönghátíð í Hafnarborg 18.6. - 2.7.2023

Kæru gestir.

 

We look forward to seeing you!

 

Hátíðin í ár býður upp á átta tónleika með framúrskarandi söngvurum, kór og hljóðfæraleikurum sem flytja fjölbreytta tónlist frá ólíkum tímum. Ýmis námskeið verða einnig í boði. Sönghátíð í Hafnarborg fékk Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarhátíð ársins 2020 og hefur nú fest sig í sessi sem vinsæl sumartónlistarhátíð.

 

Á Sönghátíð í Hafnarborg er lögð rækt við list augnabliksins. Jafnframt er horft til framtíðar með því að birta á YouTube síðu hátíðarinnar valdar myndbandsupptökur af tónleikum og viðtöl við söngvara.

 

Sönghátíð í Hafnarborg er sjálfstæð hátíð, sem haldin er nú sjöunda árið í röð í gjöfulu samstarfi við Hafnarborg. Hátíðin í ár nýtur stuðnings Hafnarfjarðarbæjar, Tónlistarsjóðs, Starfslauna listamanna, Styrktarsjóðs Friðriks og Guðlaugar og Menningarsjóðs FÍH. Við þökkum þeim kærlega stuðninginn.

 

 

Góða skemmtun!

 

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir & Francisco Javier Jáuregui,

stofnendur og stjórnendur Sönghátíðar í Hafnarborg.

 

 

 

Stjórn Sönghátíðar í Hafnarborg:

Signý Pálsdóttir, formaður stjórnar

Árni Möller, gjaldkeri

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui, meðstjórnendur

 

Efnisskrár fyrri hátíða:

Efnisskrár fyrri hátíða:
 

2021

2020

2019

2018

2017