Songhatid-Smidja-7-1024x683

Tónlistarsmiðja fyrir 3-5 ára 

Lau. 24. og sun. 25. júní 2023 kl. 11:00-11:45

 

Sönghátíð í Hafnarborg í samstarfi við Hafnarborg býður upp á tónlistarsmiðju fyrir 3-5 ára börn með foreldrum. Í smiðjunni munu börnin eiga saman góða og gefandi stund í gegnum tónlistarupplifun. Sungin eru ýmis skemmtileg lög, dansað, farið í tónlistartengda leiki og spilað á hljóðfæri. Í lokin er í boði að syngja lag í hljóðnema fyrir þau sem vilja. Athugið að hámarksfjöldi er 12 börn.

Staður:

Hafnarborg, Apótekssalur, Strandgötu 34, Hafnarfirði

Námskeiðsgjald: 500 kr. á barn á dag.

Lengd: 45 mínútur.

Dagsetningar:

Laugardaginn 24. júní 2023 kl. 10:30-11:15

Sunnudaginn 25. júní 2023 kl. 10:30-11:15

Dagarnir eru aðskildir. Hægt er að koma einu sinni eða tvisvar sinnum.

Kennari:

Valgerður Jónsdóttir

Skráning fer fram hér á Google forms.

Um kennarann:

Valgerður Jónsdóttir er söngkona og tónmenntakennari frá Akranesi. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000 og lokaprófi í söng frá Tónlistarskóla FÍH árið 2004. Valgerður hefur frá árinu 2000 kennt tónlist á leikskólum og í grunnskólum hér á Íslandi sem og haldið ýmis tónlistarnámskeið fyrir börn og fullorðna. Valgerður hefur einnig stjórnað barna- og fullorðinskórum í Danmörku og á Íslandi og er nú stjórnandi Skólakórs Grundaskóla og Karlakórsins Svana á Akranesi. Þar rekur hún einnig afþreyingarsetrið Smiðjuloftið ásamt eiginmanni sínum og kennir m.a. tónlistarnámskeið ætluð 3-5 ára börnum og foreldrum þeirra.

www.hafnarborg.is

www.songhatid.is